föstudagur, 24. desember 2010

Gleðileg jól

Þau koma, enn eitt árið.
Þetta er ein skemmtilegasta aðventa sem ég hef átt.

Það hefur verið bilað að gera vinnulega séð en heima hefur allt verið yndislegt.

Það er gott að búa með Gudda ;)

Í gær voru fjöldaframleiddar sósur, graflaxsósa, sítrónusósa með reyklaxamúsinni, rauða sósan með rækjukokkteilnum, hvítlaukssósa Argentínu, Chimi Churri sósa Argentínu og búinn til ís og bakaðar hvítar kökur með súkkulaði, döðlubrauð og marengs.

Mörgæsin var mætt um þrjú og vann hörðum höndum til 9 um kvöldið en þá var allt loksins tilbúið og klárt, síðasti pakkinn innpakkaður og allt matarstúss afgreitt.

Það var óvenju vel mætt þessa Þorláksmessu, strípalingurinn og himnalengjan hennar komu, homminn og verkalýðsfrömuðurinn (fara aldrei þessu vant ekki í sveitina), tengdafólkið allt saman og frænkan, frumburðurinn og hans hópur og svo kom doktorinn með kýlarann sem verður hér með okkur um jólin.

Hann er víst ekki vanur svona JÓLUM, enda kannski ekki skrýtið. Við dóttir mín breytumst báðar í jólaálfa í nóvember og erum svo þannig fram að þrettándanum þegar jólin eru kvödd nánast með tár á hvarmi.

Nú er það dúllerí við jólamyndir og huggulegheit þangað til tími kemur til að elda þennan sérræktaða lambahrygg, gera risotto, baka kartöflur, græja grænmeti, kokkteilinn og líma svo möndlumiðann undir skálarnar.
Þá mega jólin koma ;)

Gleðileg óskúruð jól!

mánudagur, 20. desember 2010

Hver stal tímanum?!

Helgin gjörsamlega hvarf svona rétt eins og síðustu helgar og vikur hafa gert!

Ég fékk 3 elderly vahú ladies í mat á föstudagskvöldið til langt gengin í fimm um nóttina. Það var svo mikið hlegið eftir saltifisk og parmaskinkuát að Guddi sagði morguninn eftir að hann hefði átt von á að einhver dæi úr hlátri!
Sumir voru amk. með slæma strengi!
Æðislegt kvöld!
Ljósmyndarinn, framhaldsskólakennarinn og háskólaneminn brilleruðu!

Á laugardaginn skoðaði ég nýja heimili jólakattar ömmustráks sem "á heima hérna aleinn"!, hann er kominn með sérherbergi og voða stoltur af því!
Hann kom svo með mér heim og hitti mörgæsina og Gudda, við skruppum að hitta Írenu, Andreu og Garðar og jóluðumst aðeins þar.
Heima bökuðum við 3 smákökusortir og rauluðum með Leppalúða sem er náttúrulega uppáhald barnabarnsins og Grýlu (við erum jólakötturinn og Grýla til skiptis).

Um morguninn var amman mikið spenntari en barnið yfir því hvort eitthvað hefði komið í skóinn en þetta barn er svo stóískt yfir skónum að annað hefur ekki sést. Spurning hvort það væri ekki meiri spenningur hjá pilti ef Grýla, Leppalúði eða kattarófétið settu í skóinn í stað sveinanna.

Þegar litli maðurinn var snúinn heim á leið tóku við snúningar í allar áttir að gera og græja, bæði fyrir jólamatinn sem ég sé um (amma klikkaða sko, eins og barnabarnið segir) fyrir námsflokkana og jólin, kaffihúsaferð með hommanum og svo heim að pakka inn fyrir mörgæsina.

Renndi svo vestur í bæ að sækja jólapakka frá kisu einni í vesturbænum og skellti svo í 2 ostakökur eftir að ég bjargaði ÖRFÁUM maple sýróps og pekan hnetu hafrakökum nánast úr gininu á Gudda.
Þær voru bakaðar seint í gærkvöldi og áttu eftir að fara í boxið. Guddi stakk bara af með alla skálina inn til sín og það voru ÖRFÁAR eftir þegar ég uppgötvaði hvað var í gangi!

Öss, hann er fljótari að éta þær en ég að baka þær og er ég samt helv. snögg! Mig grunar að hornin séu líka öll horfin úr kistunni, hann hitar heilu matardiskana í einu og gleypir svo heil eins og rúsínur úr lófa sér!

Nú er það einn kaldur á kantinum fyrir svefninn og svo er sprettdagur á morgun.

Á hinn daginn er hinsvegar jólahlaðborðsferð með hjúkkunum tveim tilvonandi og tilheyrandi skálerí!

Doktorsneminn sagði að það væri heldur betra að ég væri við skál þegar við skreyttum jólatréð um kvöldið því þá væri ég svo ligleglad!
Well, það verður gaman að sjá það!
Skál félagar ;)

Það eru að koma jól!
HÓHÓHÓ!

fimmtudagur, 16. desember 2010

Álfadagar

Við erum í álfaleik í vinnunni minni.
Ég á alveg magnaðan álf sem hefur staðið sig alveg frábærlega.
Fallegar kveðjur, klingjandi flöskur með skemmtilegu innihaldi berast mér daglega!

"mamma, heldur álfurinn þinn að þú sért alki" spurði Guddi minn í gær þegar ég kom heim með enn eina fljótandi gjöfina ;)

Hann skilur ekki að álfurinn minn gerir sér grein fyrir því að fagrar konur sem vinna mikið eiga skilið að slaka á með líkjörsglas eða kokkteil, nú eða hvítvínsglas í lok erfiðs dags.
Borða konfekt úr jólaskál, bera á sig andlits serum dropa par excellence og horfa á róandi ljós úr jólahúsi.

Yndislegt!

Hlakka til að koma í vinnuna í dag og sjá hvað bíður mín ;)

sunnudagur, 12. desember 2010

Allir baggalútarnir!

Ömmubarnið mitt, Jón Þór jólaköttur, gisti á föstudagskvöldið og fór með mér í jólasveinaleit í Kringluna og á Korputorg á laugardaginn.
Ég var Grýla. Ófreskjurnar eru miklum mun vinsælli hjá honum en jólasveinarnir sjálfir.
Hann hefur til dæmis engan áhuga á að vera Stúfur eða Hurðaskellir. Bara jólakötturinn, Grýla eða Leppalúði.

Hann hefur líka ekki mest hefðbundna smekk barna á jólalögum.
Leppalúði með Baggalút er algjörlega í toppsætinu hjá honum.
Þeir voru í Kringlunni í gær að árita plöturnar sínar.
"AMMA, Allir baggalútarnir eru þarna"! Drengurinn var alsæll að sjá þá en hann lætur ekki bara duga að hlusta á jólaplötuna þeirra daginn út og daginn inn heldur vill hann horfa á myndböndin þeirra út í eitt líka.

Ég verð að segja að ég er sérlega ánægð með hrifningu drengsins á jólaskrímslunum, áti þeirra á óþekkum krökkum og tónlistarsmekkinn hans.

Gæti barnið verið meira í stíl við kvekendið hana ömmu sína!

Don´t think so!

Æði!

Jólasveinn ársins 2010 hefur ekki fundist ennþá þrátt fyrir sérstakan leitarleiðangur.
Ég talaði við fulltrúa jólasveina heimilisins og útskýrði þessa skelfingu fyrir þeim, að í ár fengju þeir kannski engan félaga. Þeim leist ekki vel á svo ég ætla að reyna betur.



Frétti af jólabúð í Mosó sem gæti átt þann eina sanna ;)

föstudagur, 10. desember 2010

Bloggþörf aftur!

Ég hef fundið fyrir vaxandi bloggþörf síðustu daga.
Lét undan henni hálfrangeygð, uppvöknuð, um miðja nótt.
Það er "ÞESSI" árstími!
Elska aðventuna :)
Það er búið að vera brjálað að gera í ótrúlega skemmtilegum verkefnum. Baka með konum og körlum, elda Tapasrétti, ítalska rétti og kenna skemmtilegu fólki úr Námsflokkunum að elda og baka.
Nú ætla ég að byrja að baka sjálf: hvítar engiferkökur, rússa, sörur, horn, hafrakökur með pekan hnetum, trufflur, hnetugott, bombur, búa til lifrarmousse, rauðlaukssultu, grafa lax og græja sósu. Alveg spurning að grafa lamb í lakkríssósu og innbaka nokkrar ólífur í leiðinni.

Oggggggg pakka inn jólagjöfum og fara með ömmustráknum að finna jólasvein ársins 2010!

fimmtudagur, 24. desember 2009

Aðfangadagsmorgunn :)

Klukkan er hálfsex og ég er vöknuð!
Í fyrrdag sátu vinir hér og við spjölluðum við kertaljós og kökur.
Einum fannst ég hlyti að vera stressuð fyrst ég svæfi svona lítið.
En yngsti gesturinn mótmælti. "Hún er ekkert stressuð, hún er bara svo spennt"!
Og það er alveg rétt. Ég verð barn í mér þegar kemur að jólunum og börn vakna yfirleitt extra snemma í desember. Um leið og ég fæ einhverja meðvitund er ég sprottin upp eins og stálfjöður því það ERU AÐ KOMA JÓL!!!
Hahahhahahhahaha!
Í gær, á Þorláksmessu var yndislegt.
Ég plokkað og litað nágrannakonu mína og fékk mér svo kaffibolla með henni.
Döðlubrauðin fóru svo í ofninn og fyrstu vinirnir mættu í kaffi, Jónsi með kærustuna. Þau voru leyst út með paté og lauksultu.
Næst elduðum við skötu!
Minn biti var algjört lostæti, Matsveinaneminn svitnaði og táraðist yfir sínum og þegar við athuguðum málið var hans svona margfalt sterkari en mín en báðar voru sjúklega góðar!
Næst verður tekinn hnoðmörinn á þetta!
Elsti sonurinn kom og við spiluðum dröguvist. Ég vann 4 spil á móti hverju einu sem hann vann. Mikil æfing sem barn við að spila þetta við hana systur mína hefur átt sinn þátt í því!
Homminn og verkalýðsfrömuðurinn komu við á leið í sveitina, afhentu pakka og tóku með sér pakka (gleymdu næstum báðum atriðum).

Svo kom kvöld!
Við settum á bakka döðlubrauð og smér, baguettesneiðar, heimagrafinn lax, heimagerða graflaxsósu (snilldarsósa matsveinanemans), reyklaxamús og piparrótarsósu, heimagert kjúklingalifrarpaté (aftir snilldarframlag nemans), heimagerða rauðlaukssultu, kiwisultu og chilisultu (tengdadóttirin og sonurinn) og hrúgaða bakka af 9 smákökusortum hvorri annarri betri :9
Tengdaforeldrar sonarins mættu, Jón Þó, Ásta og elsti sonurinn með frú og ömmustrák sem elskar lagið um Leppalúða með Baggalút og biður um það um leið og hann er kominn inn úr dyrunum.
Strípalingurinn og himnalengjan hennar komu líka og við áttum yndislegt kvöld hlaðið hlátursköstum og heitu súkkulaði!
Ég elska Þorláksmessu!
Og í kvöld eru JÓLIN!
Gleðileg jól!

föstudagur, 18. desember 2009

Meira jóla!

Ég fékk hugmynd fyrir doktorinn minn. Smá viðbót í jólapakkann sem fer vel í maga.
Setti það sem ég þarf á innkaupalistann fyrir morgundaginn.
Ég held hún verði frekar sátt!

Og meira um þetta yndi sem ég elska í ræmur!
Bíllinn minn er bónaður og póleraður í ræmur!
Hann gerði þetta í vikunni meðan ég var í vinnunni!

Ég held við höfum verið smíðuð fyrir hvort annað og það sem er svo magnað er að þetta "ekki jólabarn" er farinn að missa sig í jólapælingum og ætlar að fara í verslunarleiðangur í næstu viku og versla smá viðbótargjafir fyrir unglinginn og ömmustrákinn svona prívat frá sér og ég má ekkert að því koma eða vita!

Svo þykist hann ekki fíla jól! Je ræt!

Jóla jóla ........ bjór!

Ég get ekki sofið!
Sofnaði hálf tólf, vaknaði um þrjú og sit hér við tölvuna, flakka um á netinu og sötra jólabjór frá Viking og fæ mér stöku bita af jólasíld með rósapipar frá Ora. Namm!

Ástin mín sefur.

Í dag bættist nýtt tæki í fjölskylduna. Frystikista.
Electrolux, 210lítra, leysir nú frystiskápinn, Whirlpool draslið af hólmi. Skápurinn entist í 4 ár og svo dó í honum heilinn!
Ég veit að þessi kista á eftir að lifa í hundrað ár.

HRingdi heim í dag úr vinnunni til að taka stöðuna.
"já, kistan er komin og passaði inn, ég veit ekki hvernig gengur að koma hurðunum upp aftur og það er allt í rúst! En, þú bara slakar á og ég klára þetta"
Ég mætti heim, frekar mikið ægilega uppgefin eins og fylgir þessum síðustu vinnudögum fyrir jól, og það var nánast allt í orden.
"Hva? var ekki allt í rúst?" spurði ég og dáðist að framkvæmdunum. "jú, það er það, ég er alveg að verða búinn, sestu nú og fáðu þér kaffi".
Þessi elska. Hann sá fyrir sér að þetta yrði meira mál í frágangi en það reyndist vera og sá mig líka fyrir sér fá kast og tuða um aðkeypta iðnaðarmenn og svo framvegis í ljósi ótrúar minnar á karlkynið sem tilkomið er vegna fyrri reynslu af getulausum karlmönnum!
Þetta var allt í orden!
Kistan gengur, kompan er þrifin allan hringinn, allt á réttum stöðum og skipulagið í botni, frystirinn á ísskápnum meira að segja afþýddur og klár fyrir sörur, villimousse, graflax, laxamús og svo framvegis!
Og það ótrúlega!
Ég kom ekki nálægt þessu fyrir utan að raða nokkrum hlutum í hillur sem MÉR VORU RÉTTIR!!
Er nokkur furða að ég elski þennan mann!
Já og bjórinn er fínn, jólajósin loga, allt er með ró og spekt og mér líður svoooooo vel!

þriðjudagur, 8. desember 2009

GOOOOOOOOOOOOOOD MOOOOOOORNING!

Jahá!
Nú er maður loksins orðinn elliær!
Vöknuð og eldhress klukkan hálfsex!
Búin að fá endalausar snilldarhugmyndir að jólagjöfum í morgun/nótt.....sem mig vantaði ekki því ég er búin að ákveða jólagjafirnar í ár........ og á ekki pening til að kaupa aðra umferð á línuna!
Ég hlakka rosalega til í dag.
Einn af mínum uppáhaldshöfundum les upp úr nýjustu bókinni sinni í dag, Vilborg Davíðsdóttir úr "Auði".
Svo ætla ég að skreppa í smá leiðangur að versla verðlaun fyrir duglegasta nemandann minn en hún er búin að fá yfir hundrað jákvæðar athugasemdir í vetur fyrir góða ástundun og hegðun!
Ég ætla líka að grípa jólagjöf handa doktornum mínum í leiðinni :)
Og kaupa einn hlut í viðbót sem tengist jólunum örlítið!
Ég elska jólin!!!!

fimmtudagur, 19. nóvember 2009

EEEERIDDA MUUUUUUUUUU???

Sko!
EFtir að við komum úr vínkynningunni (lesist grappa/rauðvínsdýrindinu og klámsögunum af Fransa kóngi) fórum við beint á steikhús (sem fjöllyndi hótelstjórinn mælti með)!
Þar er svona kjötborð eins og í heldri verslunum á landinu kalda.
Svo velur maður hvað maður vill éta, hversu mikið steikt það á að vera og svo er það grillað ofan í mann.
"É MUUUUUUU"? spurði ég (lesist lék ég fyrir) afgreiðslumanninn!
Stefanía dó úr hlátri og sagðist þakklát fyrir að ég var ekki að reyna að fá svínið!
Jújú, þetta var "muuu" svo við hófum að panta. Þetta var skítódýr staður og allskonar pinnar og rúllur og kjötdæmi og pylsur (heimatilbúnar) í borðinu.
Vér íslendingar vorum svöng og nett í kippnum svo við pöntuðum borðið! ALlt nema einhver svínarif og kálfabein sem okkur fannst ekki sérlega spennandi.
Jú, salat fyrir 2 líka og 2 skammta af frönskum og Jói pantaði EINA GRANDE KÓK!!!
Kókið grande reyndist vera tveggja lítra kókflaska!!!!!!
Frönskurnar komu á stærðarinnar fati fyrir 6 manna fjölskyldu og salatið hefði dugað heila helgi á McDonalds á Íslandi, helgina sem staðurinn lokaði og mest seldist!!!!
Þarna sátum við!
Svöngu skinnin rétt við skál með franskar, gras og gos fyrir heilan ættbálk og kjöt, pylsur, pinnar, vefjur og rúllur byrja að berast á borðið.
Stúlkan færði sumt niður á stól. Borðið var ekki nógu stórt.
Þegar við héldum þetta gæti ekki versnað og vorum byrjuð að reyna að troða í okkur dýrindinu kemur enn eitt fatið!
NEI; við pöntuðum þetta sko ekki! Hlussufat af kjötbollum!!!
ÞETTA VAR Í BOÐI HÚSSINS! SENT MEÐ BROS Á VÖR FRÁ GRILLMEISTURUNUM!

Það þarf ekki að taka það fram, við sprungum!
Ég var td. svo södd að mér var illt í handleggjunum, sérstaklega þeim hægri!

EN, við fórum hinsvegar aftur og vorum voða pen þá og pöntuðum bara eina steik á mann!
"Hæ" sagði þjónustustúlkan þegar við örkuðum inn og brosti innilega. Ætlaði ekki að trúa því að við ætluðum bara að fá steikina og EINN skammt af frönskum. "Viljið þið ekki kjötbollur"

Þrátt fyrir að við neituðum og strykjum magann mætti kjötbollufatið á borðið og hún brosti afsakandi!
SKO í boði hússins!!!

Arrividerci!
Hollendingarnir mættu svo og þótt mikið af því sem fram hefur farið síðan þau mættu á svæðið sé ekki prenthæft þá mun ég reyna að koma einhverju hér að!

Ciao!
Nördinn sem nú er ítölsk sjónvarpsstjarna í orðsins fyllstu!!!